1. Félagið heitir DM Félag Íslands. (The DM (Myotonic Dystrophy) Association of Iceland).


2. Tilgangur félagsins er að starfa sem hagsmunafélag fyrir DM sjúklinga á Íslandi, fjölskyldum þeirra og fagfólki þegar á við.


3. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að þýða efni yfir á Íslensku, koma á fót teymi sérfræðinga í þéttbýlum landsins, stuðla að rannsóknarstarfi og auka úrræði fyrir aðstandendur og sjúklinga.


4. Félagsaðild geta þeir fengið sem sýna markmiðum félagsins áhuga. Krafa er gerð að þeir sem vilja vera í félaginu borgi ársgjald félagsins.


5. Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þáttakendur á aðalfundi.


6. Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. ágúst ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:


• Kosning fundarstjóra og fundarritara.

• Skýrsla stjórnar lögð fram.

• Reikningar lagðir fram til samþykktar.

• Lagabreytingar.

• Ákvörðun félagsgjalds.

• Kosning stjórnar.

• Önnur mál.


7. Stjórn félagsins skal skipuð 4 félagsmönnum og 2 meðstjórnendum. kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Einnig er heimilt að kjósa allt að 8 varamenn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.


8. Félagsgjöld í DM félag Íslands taka gildi á fyrsta heila starfsári (2018). Greiða þarf félagsgjöld fyrir 1. Febrúar ár hvert. Nýjir meðlimir greiða eigi síður en einum mánuði eftir inngöngu.


9. Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til hagsmuna sjúklinga.


10. Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Erfðaráðgjöf Landspítalans.


11. Stjórn DM Félags Íslands velur 1-3 ráðgjafa ár hvert.